Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 07:30 Rúrik Gíslason kíkti framm í til Guðmundar Gíslasonar flugstjóra og kollega hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira