Þjóðarstolt og hnattræn samstaða Bjarni Karlsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun