Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Hörður Ægisson skrifar 27. júní 2018 06:00 Íslenskum fjárfestum var úthlutaður um 9 prósenta hlutur í nýafstöðnu útboði Arion banka. Erlendir sjóðir fengu um 20 prósent. Fréttablaðið/Stefán Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eða samtals 12 milljónir hluta, sem er metinn á tæplega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa bankans miðvikudaginn 20. júní, sem Markaðurinn hefur séð, átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 660 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi.Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 83 krónum á hlut og var um ellefu prósentum hærra en í nýafstöðnu útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingasjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni. Þá bættu sjóðir í stýringu Stefnis, Landsbréfa, Íslandssjóða og Júpíters, sem höfðu áður keyptu um 2,5 prósenta hlut í bankanum í febrúar á þessu ári, við hlut sinn í útboðinu og eiga nú samanlagt um 3,5 prósent. Sex sjóðir í stýringu Stefnis, sem er dótturfélag Arion banka, eiga þannig 1,17 prósent á meðan hlutur sjóða í rekstri hinna félaganna er samtals á bilinu 0,66 prósent til 0,91 prósent. Verðið sem sjóðunum bauðst í útboðinu var talsvert hagstæðara en nokkrum mánuðum áður þegar þeir keyptu á genginu 89 krónur á hlut, eða sem jafngilti 0,8 miðað við þáverandi eigið fé Arion banka.Stoðir, áður FL Group, var eitt umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008.Fjárfestingarfélögin Snæból og Sigla, sem eru í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, fara með alls 0,16 prósenta hlut í bankanum. Þá á eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, um 0,05 prósenta eignarhlut. Nokkurrar óánægju gætir meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði Arion banka, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Mörg dæmi voru um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hafi skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í útboðinu, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa Stoða með um 16 prósenta hlut. Sjö sjóðir í stýringu Eaton Vance Management, samkvæmt hluthafalistanum, eiga samtals um 1,2 prósenta hlut í bankanum en fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri og ár. Það á einnig við um fjárfestingarsjóði á vegum Landsdowne, sem eiga rúmlega þriggja prósenta hlut, og Miton, sem fara með um 1,7 prósent, en sjóðir fyrirtækjanna höfðu skuldbundið sig fyrir fram til kaupa í útboðinu, sem svonefndir hornsteinsfjárfestar, fyrir samtals 60,5 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eða samtals 12 milljónir hluta, sem er metinn á tæplega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa bankans miðvikudaginn 20. júní, sem Markaðurinn hefur séð, átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vogunar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 660 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einkafjárfesta í Arion banka er hverfandi.Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 83 krónum á hlut og var um ellefu prósentum hærra en í nýafstöðnu útboði bankans þegar Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingasjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er talsvert minni. Þá bættu sjóðir í stýringu Stefnis, Landsbréfa, Íslandssjóða og Júpíters, sem höfðu áður keyptu um 2,5 prósenta hlut í bankanum í febrúar á þessu ári, við hlut sinn í útboðinu og eiga nú samanlagt um 3,5 prósent. Sex sjóðir í stýringu Stefnis, sem er dótturfélag Arion banka, eiga þannig 1,17 prósent á meðan hlutur sjóða í rekstri hinna félaganna er samtals á bilinu 0,66 prósent til 0,91 prósent. Verðið sem sjóðunum bauðst í útboðinu var talsvert hagstæðara en nokkrum mánuðum áður þegar þeir keyptu á genginu 89 krónur á hlut, eða sem jafngilti 0,8 miðað við þáverandi eigið fé Arion banka.Stoðir, áður FL Group, var eitt umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008.Fjárfestingarfélögin Snæból og Sigla, sem eru í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, fara með alls 0,16 prósenta hlut í bankanum. Þá á eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna, um 0,05 prósenta eignarhlut. Nokkurrar óánægju gætir meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði Arion banka, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Mörg dæmi voru um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hafi skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Samkvæmt heimildum Markaðarins skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í útboðinu, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Arion banki er á meðal stærstu hluthafa Stoða með um 16 prósenta hlut. Sjö sjóðir í stýringu Eaton Vance Management, samkvæmt hluthafalistanum, eiga samtals um 1,2 prósenta hlut í bankanum en fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri og ár. Það á einnig við um fjárfestingarsjóði á vegum Landsdowne, sem eiga rúmlega þriggja prósenta hlut, og Miton, sem fara með um 1,7 prósent, en sjóðir fyrirtækjanna höfðu skuldbundið sig fyrir fram til kaupa í útboðinu, sem svonefndir hornsteinsfjárfestar, fyrir samtals 60,5 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Alls 2,8 milljarða króna velta í Stokkhólmi með bréf Arion banka Viðskiptin með hlutabréf í Arion banka fóru rólega af stað í Reykjavík en 61 viðskipti voru í Kauphöll Íslands í veltu sem nam 73 milljónum króna. Dagslokaverð var 88,8 sem þýðir 18,4 prósenta hækkun. 15. júní 2018 16:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30
Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. 23. maí 2018 06:00
Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00