Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 21:35 Á þriðja þúsund barna hafa verið tekin af foreldrum sínum eftir að ríkisstjórn Trump ákvað að ákæra alla þá sem koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira