Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 20:15 Leiðtogafundur Trumps með Kim hefur gjörbreytt ásýnd Bandaríkjanna í áróðri Norður-Kóreu DPRKTODAY Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00