Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 12:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þingsal fyrr í sumar. Þau eru hvött til þess af þúsundum Íslendinga að fordæma aðgerðir bandarískra yfirvalda á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00