Þurrkur á fjármagnsmarkaði Agnar Tómas Möller skrifar 4. júlí 2018 07:00 Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga?
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar