Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 17:46 Norður-Kórea virðist hafa komist fram hjá takmörkunum á olíuinnflutningi Vísir/Getty Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53