Nítján kafarar komnir inn í hellinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 06:24 Elon Musk birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í nótt. Twitter Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018 Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39