Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn Þórður Þórkelsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun