Með efni úr eigin smiðjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 06:00 Valgeir og Vigdís Vala bregða á leik. Þau ætla að syngja saman í Strandarkirkju í Selvogi á sunnudaginn. Ásta „Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira