40 árum seinna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. júlí 2018 10:00 Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar