Ævintýri ferðabarnfóstrunnar Alexöndru „enn þá betra en draumur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 17:00 Alexandra heimsótti 38 lönd á ferðalagi sínu með Tillotson-fjölskyldunni. Mynd/Samsett Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“ Ferðalög Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“
Ferðalög Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira