Ófögnuður Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júlí 2018 07:00 Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar