Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Audi Q7 e-tron, ekki ósvipaður þeim sem forstjóri Landsvirkjunar ekur. Vísir/Getty Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00