Lífið er listi Sif Sigmarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar