Lifi byltingin! Óttar Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin!
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar