Lifi byltingin! Óttar Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun