Hin fullkomni leiðarvísir að mistökum Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 14. ágúst 2018 09:57 Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun