Hafa þungar áhyggjur af nautkálfum sem ganga lausir á Vatnsleysuströnd Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Virgill Scheving Einarsson Vísir/GVA Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“ Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“
Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira