Sagðist hafa orðið manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 12:15 Valur Lýðsson, til hægri, í réttarsal á Selfossi. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28