Íslensk klisja í afmælisgjöf Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar