Áfram Færeyjar Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar