NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 10:30 Frá leik New Orleans Saints og Miami Dolphins á Wembley. Vísir/Getty Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum. Enski boltinn NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum.
Enski boltinn NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira