Hop Gígjökuls fangað í myndskeiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Gígjökull eins og hann leit út þegar Benedikt fór hjá í sumar. Gosið í Eyjafjallajökli tók sinn toll af skriðjöklinum og breytti ásýnd hans og umhverfi verulega. Benedikt Hálfdanarson Gígjökull er einn þeirra skriðjökla sem hafa hopað hratt af völdum hnattrænnar hlýnunar undanfarin ár og áratugi. Myndskeið sem Benedikt Hálfdanarson hefur sett saman úr myndum frá ferðum sínum inn í Þórsmörk síðustu þrjátíu árin sýna glöggt hversu mjög jökullinn hefur látið á sjá. Benedikt var á ferð inn í Þórsmörk á dögunum og varð honum og ferðafélögum hans hugsað til þess hversu miklar breytingar hafi orðið á Gígjökli, skriðjökli Eyjafjallajökuls, frá árinu 2015. Þá voru þau og skoðuðu íshelli í jöklinum sem var mun stærri. Í kjölfarið rótaði Benedikt í myndabanka sínum úr fyrri ferðum en hann hefur farið í Þórsmörk á hverju ári frá unglingsárum. Fann hann þar fjórar myndir sem hann hafði tekið á 32 ára tímabili. Fyrsta myndin í myndskeiðinu var tekin árið 1986 en hinar árin 2007, 2015 og nú í ár. „Þegar maður setur þetta svona fram í fjórum einföldum myndum og ekki á nema þrjátíu ára tímabili þá sér maður bara svart á hvítu hvað þetta hefur verið rosalega mikil breyting,“ segir hann. Gosið í Eyjafjallajökli gekk mjög á Gígjökul en þá fóru hlaup þar niður sem bræddu ís, brutu af sporðinum og fylltu lón sem hafði verið fyrir framan hann af seti. Gosið skýrir að hluta breytingarnar sem sjást á myndinni frá 2007 til 2015. „Breyting 2015 til 2018 hún er náttúrulega ekki af neinum svoleiðis völdum og auðvitað er líka gríðarlega mikil breyting frá því sem jökullin var frá 1986 fram til 2007,“ segir Benedikt. Samkvæmt tölum Jöklarannsóknafélags Íslands hörfaði Gígjökull um 750 metra frá 1930 til 1971. Þá varð viðsnúningur og gekk jökullinn fram um 400 metra til ársins 1996. Síðan þá hefur hann hins vegar hörfað á hverju ári.Lónið sem var fyrir framan sporð Gígjökuls sést glöggt á mynd Benedikts frá 2007. Lónið fylltist af seti í eldgosinu árið 2010.Benedikt HálfdanarsonGamlar myndir geta nýst við rannsóknir á jöklabreytingum Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur, hefur rannsakað hop jökla, ekki síst í sunnanverðum Vatnajökli, undanfarin ár. Hún segir að sögulegar ljósmyndir af jöklum geti hjálpað vísindamönnum að rannsaka hop þeirra. Dæmi séu um að gamlar ljósmyndir hafi verið notaðar til þess að meta breytingar á því hversu mikið jöklar hafa þynnst, styst og hopað. Séu þær notaðar með öðrum gögnum sé hægt að meta hversu mikill ís hefur tapast. Staðbundið er hversu mikið einstakir jöklar hafa hopað. Það ræðst meðal annars af því hvernig þeir snúa við úrkomuáttum, hversu mikla úrkomu þeir fá á sig og hversu hátt þeir standa yfir sjávarmáli. Íslenskir jöklar hafa tapað allt frá 15 til 50 prósent af flatarmáli sínu síðustu öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi kemur fram að íslenskir jöklar hafi skroppið saman um 2.000 ferkílómetra frá lokum 19. aldar. „Það eru náttúrulega sérstaklega miklar og hraðar breytingar á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið Benedikts af breytingum á Gígjökli frá 1986 til 2018. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Gígjökull er einn þeirra skriðjökla sem hafa hopað hratt af völdum hnattrænnar hlýnunar undanfarin ár og áratugi. Myndskeið sem Benedikt Hálfdanarson hefur sett saman úr myndum frá ferðum sínum inn í Þórsmörk síðustu þrjátíu árin sýna glöggt hversu mjög jökullinn hefur látið á sjá. Benedikt var á ferð inn í Þórsmörk á dögunum og varð honum og ferðafélögum hans hugsað til þess hversu miklar breytingar hafi orðið á Gígjökli, skriðjökli Eyjafjallajökuls, frá árinu 2015. Þá voru þau og skoðuðu íshelli í jöklinum sem var mun stærri. Í kjölfarið rótaði Benedikt í myndabanka sínum úr fyrri ferðum en hann hefur farið í Þórsmörk á hverju ári frá unglingsárum. Fann hann þar fjórar myndir sem hann hafði tekið á 32 ára tímabili. Fyrsta myndin í myndskeiðinu var tekin árið 1986 en hinar árin 2007, 2015 og nú í ár. „Þegar maður setur þetta svona fram í fjórum einföldum myndum og ekki á nema þrjátíu ára tímabili þá sér maður bara svart á hvítu hvað þetta hefur verið rosalega mikil breyting,“ segir hann. Gosið í Eyjafjallajökli gekk mjög á Gígjökul en þá fóru hlaup þar niður sem bræddu ís, brutu af sporðinum og fylltu lón sem hafði verið fyrir framan hann af seti. Gosið skýrir að hluta breytingarnar sem sjást á myndinni frá 2007 til 2015. „Breyting 2015 til 2018 hún er náttúrulega ekki af neinum svoleiðis völdum og auðvitað er líka gríðarlega mikil breyting frá því sem jökullin var frá 1986 fram til 2007,“ segir Benedikt. Samkvæmt tölum Jöklarannsóknafélags Íslands hörfaði Gígjökull um 750 metra frá 1930 til 1971. Þá varð viðsnúningur og gekk jökullinn fram um 400 metra til ársins 1996. Síðan þá hefur hann hins vegar hörfað á hverju ári.Lónið sem var fyrir framan sporð Gígjökuls sést glöggt á mynd Benedikts frá 2007. Lónið fylltist af seti í eldgosinu árið 2010.Benedikt HálfdanarsonGamlar myndir geta nýst við rannsóknir á jöklabreytingum Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur, hefur rannsakað hop jökla, ekki síst í sunnanverðum Vatnajökli, undanfarin ár. Hún segir að sögulegar ljósmyndir af jöklum geti hjálpað vísindamönnum að rannsaka hop þeirra. Dæmi séu um að gamlar ljósmyndir hafi verið notaðar til þess að meta breytingar á því hversu mikið jöklar hafa þynnst, styst og hopað. Séu þær notaðar með öðrum gögnum sé hægt að meta hversu mikill ís hefur tapast. Staðbundið er hversu mikið einstakir jöklar hafa hopað. Það ræðst meðal annars af því hvernig þeir snúa við úrkomuáttum, hversu mikla úrkomu þeir fá á sig og hversu hátt þeir standa yfir sjávarmáli. Íslenskir jöklar hafa tapað allt frá 15 til 50 prósent af flatarmáli sínu síðustu öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi kemur fram að íslenskir jöklar hafi skroppið saman um 2.000 ferkílómetra frá lokum 19. aldar. „Það eru náttúrulega sérstaklega miklar og hraðar breytingar á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið Benedikts af breytingum á Gígjökli frá 1986 til 2018.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00