KR! Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar