Nissan hættir framleiðslu Pulsar Finnur Orri Thorlacius skrifar 13. september 2018 09:00 Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan Pulsar var því aðeins til sölu í 4 ár, en hann kom á markað í núverandi mynd árið 2014. Þessi saga Pulsar minnir óneytanlega á þegar Nissan hætti sölu Almera árið 2006 og kynnti á sama tíma jepplinginn Qashqai, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn síðan. Nissan hafði ætlar Pulsar mikið hlutverk og áætlaði að selja 80.000 bíla fyrsta árið í Evrópu en raunsalan varð 35.000 bílar. Það sem af er liðið ári hafa aðeins 2.100 Pulsar bílar t.d. selst í Bretlandi, þar sem honum voru ætlaðir stórir hlutir, en nú er sölunni nánast sjálfhætt þar, sem og í álfunni allri. Var einnig framleiddur í Rússlandi og Kína Í upphafi var meiningin að framleiða Pulsar í stóru verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi en síðan var ákveðið að nota framleiðslugetuna til aukinnar framleiðslu á Qashqai jepplingnum, enda seldist hann eins og heitar lummur og gerir enn. Var þá framleiðslan flutt til Barcelona, en nú hefur framleiðslunni verið hætt þar. Pulsar var einnig framleiddur í verksmiðju Nissan í Rússlandi, en sökum lélegrar sölu þar í landi var framleiðslunni hætt þar líka, eftir tæplega eitt ár framleiðslu. Núna er Nissan Pulsar einungis framleiddur í Kína og ekki liggur ljóst fyrir hvort sölu á Pulsar verði því alfarið hætt þar líka. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent
Nissan hefur ákveðið að taka fólksbílinn Pulsar af markaði í Evrópu í kjölfar þess að framleiðslu hans var hætt í verksmiðju Nissan í Barcelona. Nissan Pulsar var því aðeins til sölu í 4 ár, en hann kom á markað í núverandi mynd árið 2014. Þessi saga Pulsar minnir óneytanlega á þegar Nissan hætti sölu Almera árið 2006 og kynnti á sama tíma jepplinginn Qashqai, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn síðan. Nissan hafði ætlar Pulsar mikið hlutverk og áætlaði að selja 80.000 bíla fyrsta árið í Evrópu en raunsalan varð 35.000 bílar. Það sem af er liðið ári hafa aðeins 2.100 Pulsar bílar t.d. selst í Bretlandi, þar sem honum voru ætlaðir stórir hlutir, en nú er sölunni nánast sjálfhætt þar, sem og í álfunni allri. Var einnig framleiddur í Rússlandi og Kína Í upphafi var meiningin að framleiða Pulsar í stóru verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi en síðan var ákveðið að nota framleiðslugetuna til aukinnar framleiðslu á Qashqai jepplingnum, enda seldist hann eins og heitar lummur og gerir enn. Var þá framleiðslan flutt til Barcelona, en nú hefur framleiðslunni verið hætt þar. Pulsar var einnig framleiddur í verksmiðju Nissan í Rússlandi, en sökum lélegrar sölu þar í landi var framleiðslunni hætt þar líka, eftir tæplega eitt ár framleiðslu. Núna er Nissan Pulsar einungis framleiddur í Kína og ekki liggur ljóst fyrir hvort sölu á Pulsar verði því alfarið hætt þar líka.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent