Undirskriftir til stuðnings mun hærri lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 13. september 2018 07:00 Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun