Skattlögð til að fjármagna sóun Ingvar Smári Birgisson skrifar 26. september 2018 15:45 Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Braggamálið Efnahagsmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun