Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. september 2018 08:00 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00
Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00
Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00