Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2018 11:28 Primera Air þykir ekki standa sig vel í að vinna úr kvörtunum viðskipta vina sinna í Svíþjóð. Vísir/getty Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á „svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. Ástæðan er tregða flugfélagsins við að greiða viðskiptavinum sínum bætur, til að mynda vegna seinkunar á flugi, en í frétt SVT segir að Primera Air hafi alls neitað að greiða viðskiptavinum rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna í fyrra. Meðal annarra flugfélaga sem rata ofarlega á svarta listann eru Wizz Air, Turkish Airlines, Lufthansa og Air China. Í samtali við SVT segir ritstjóri Vagabond að flestar kvartanir flugfarþega tengist seinkunum. Það skýrist að miklu leyti af harðri samkeppni í flugbransanum, til að mynda með tilkomu nýrra flugfélaga, sem stytti tímann sem flugfélög hafa til að athafna sig á flugvöllum. Því megi ekki mikið út af bregða ætli flugfélög að halda áætlun og um leið sleppa við bótakröfur frá viðskiptavinum sínum. Ritstjórinn undirstrikar að svarti listinn heldur aðeins utan um þau flugfélög sem þykja standa sig verst í að vinna úr kvörtunum viðskiptvina sinn. Ekki sé um að ræða úttekt á lélegri þjónustu um borð, almennri stundvísi eða ánægju viðskiptavina. Vélar á vegum Primera Air-samstæðunnar fljúga frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á „svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. Ástæðan er tregða flugfélagsins við að greiða viðskiptavinum sínum bætur, til að mynda vegna seinkunar á flugi, en í frétt SVT segir að Primera Air hafi alls neitað að greiða viðskiptavinum rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna í fyrra. Meðal annarra flugfélaga sem rata ofarlega á svarta listann eru Wizz Air, Turkish Airlines, Lufthansa og Air China. Í samtali við SVT segir ritstjóri Vagabond að flestar kvartanir flugfarþega tengist seinkunum. Það skýrist að miklu leyti af harðri samkeppni í flugbransanum, til að mynda með tilkomu nýrra flugfélaga, sem stytti tímann sem flugfélög hafa til að athafna sig á flugvöllum. Því megi ekki mikið út af bregða ætli flugfélög að halda áætlun og um leið sleppa við bótakröfur frá viðskiptavinum sínum. Ritstjórinn undirstrikar að svarti listinn heldur aðeins utan um þau flugfélög sem þykja standa sig verst í að vinna úr kvörtunum viðskiptvina sinn. Ekki sé um að ræða úttekt á lélegri þjónustu um borð, almennri stundvísi eða ánægju viðskiptavina. Vélar á vegum Primera Air-samstæðunnar fljúga frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi.
Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28