Þolinmæðin mun á endanum bresta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 11:00 Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, og Hannes, formaður KKÍ, á blaðamannafundi fyrir verkefni landsliðsins á dögunum. Fréttablaðið/anton brink Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira