Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 15:30 Skilaboð ClubDub í smellinum Clubbed Up snúast fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt. Vísir/Bjarni Dúóið ClubDub kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum mánuðum síðan með sumarsmellin Clubbed Up og hefur troðið upp á annarri hverri tónlistarhátíð og skólaballi síðan. Á bak við sveitina eru rétt rúmlega tvítugir háskólanemar, þeir Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson, ásamt félögunum Bjarka og Teiti Helga sem mynda framleiðsludúóið Ratio.Syngja um djamm, en djúsa lítið sjálfir Þrátt fyrir að textar þeirra félaga fjalli að miklu leyti um drykkju og djamm segjast þeir setja sig í karakter á tónleikum, enda séu þeir í raun litlir djúsarar sjálfir. „Klúbburinn“ sem þeim er svo tíðrætt um í lögum sínum geti verið hvar sem er, enda snúist skilaboðin fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt – án þess að eiginlegur skemmtistaður þurfi að koma við sögu. Eldra fólkið skilur ekki tónlistina Þeir segja kynslóðabilið vera talsvert þegar kemur að tónlistinni og eldra fólk skilji oft á tíðum einfaldlega ekki það sem þeir segja í lögunum. Þeir sækja gjarnan innblástur í tölvuleiki við textasmíðar, og þar spilar skotleikurinn Fortnite stórt hlutverk. Þannig hefur setning úr fyrsta laginu, Clubbed up, gjarnan valdið misskilningi – þegar þeir tala um að „púlla upp á klúbb, og sækja þetta dub“. „Þetta er kannski svona lingó sem byrjaði í tölvuleikjum eins og svo margt annað. Mikið af lingói sem notað er í dag kemur úr tölvuleikjum án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Að sækja eitthvað dub er bara ef þér tekst að skemmta þér og átt gott kvöld,“ segir Brynjar Bjarkason en félagi hans í sveitinni Aron Kristinn hefur áður heyrt að fólk haldi að lagið segir: „Að sækja þetta drug.“ Rætt verður við þá Brynjar og Aron Kristinn í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður einnig rætt við aðra aðstandendur sveitarinnar, farið yfir tónlistina, háskólanámið, aukastörfin og hvað stendur til á næstunni. Tengdar fréttir Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Föstudagsplaylisti Brynjars Barkarsonar Brynjar í ClubDub safnaði saman nokkrum sleggjum. 28. september 2018 12:22 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Dúóið ClubDub kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum mánuðum síðan með sumarsmellin Clubbed Up og hefur troðið upp á annarri hverri tónlistarhátíð og skólaballi síðan. Á bak við sveitina eru rétt rúmlega tvítugir háskólanemar, þeir Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson, ásamt félögunum Bjarka og Teiti Helga sem mynda framleiðsludúóið Ratio.Syngja um djamm, en djúsa lítið sjálfir Þrátt fyrir að textar þeirra félaga fjalli að miklu leyti um drykkju og djamm segjast þeir setja sig í karakter á tónleikum, enda séu þeir í raun litlir djúsarar sjálfir. „Klúbburinn“ sem þeim er svo tíðrætt um í lögum sínum geti verið hvar sem er, enda snúist skilaboðin fyrst og fremst um að skemmta sér og taka lífinu létt – án þess að eiginlegur skemmtistaður þurfi að koma við sögu. Eldra fólkið skilur ekki tónlistina Þeir segja kynslóðabilið vera talsvert þegar kemur að tónlistinni og eldra fólk skilji oft á tíðum einfaldlega ekki það sem þeir segja í lögunum. Þeir sækja gjarnan innblástur í tölvuleiki við textasmíðar, og þar spilar skotleikurinn Fortnite stórt hlutverk. Þannig hefur setning úr fyrsta laginu, Clubbed up, gjarnan valdið misskilningi – þegar þeir tala um að „púlla upp á klúbb, og sækja þetta dub“. „Þetta er kannski svona lingó sem byrjaði í tölvuleikjum eins og svo margt annað. Mikið af lingói sem notað er í dag kemur úr tölvuleikjum án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Að sækja eitthvað dub er bara ef þér tekst að skemmta þér og átt gott kvöld,“ segir Brynjar Bjarkason en félagi hans í sveitinni Aron Kristinn hefur áður heyrt að fólk haldi að lagið segir: „Að sækja þetta drug.“ Rætt verður við þá Brynjar og Aron Kristinn í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður einnig rætt við aðra aðstandendur sveitarinnar, farið yfir tónlistina, háskólanámið, aukastörfin og hvað stendur til á næstunni.
Tengdar fréttir Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Föstudagsplaylisti Brynjars Barkarsonar Brynjar í ClubDub safnaði saman nokkrum sleggjum. 28. september 2018 12:22 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15
Föstudagsplaylisti Brynjars Barkarsonar Brynjar í ClubDub safnaði saman nokkrum sleggjum. 28. september 2018 12:22
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið