Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Fjallað var um verkamenn sem unnu fyrir Menn í vinnu í Kveik í gærkvöldi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í gær hafi vakið hörð viðbrögð en þar var farið yfir skelfilega stöðu erlends verkafólks hér á landi. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik segir mikið um rangfærslur um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, sagði í samtali við Vísi vegna málsins að það sé þekkt aðferð að reyna að þvæla umræðuna þegar mál komi einhverjum illa. Þátturinn tali fyrir sig sjálfur. Yfirlýsingu hennar má lesa hér að neðan.Starfsmannaleigan Menn í vinnu ætlar að leita réttar síns Halldór Heiðar segir að fyrirtækið Menn í vinnu ætli að leita réttar síns vegna málsins og hefur sent fréttastofu Vísis yfirlýsingu vegna málsins sem má einnig lesa má hér að neðan en þar er farið lið fyrir lið yfir þau atriði sem hann segir röng í umfjölluninni. „Mig langar að taka fram í upphafi að það er ekki rétt eins og kom fram í þættinum í gær að stjórnendur starfsmannaleigunnar Manna í vinnu hafi verið stjórnendur Verkleigunnar sem varð gjaldþrota á þessu ári. Hið rétta er að núverandi eigendur Manna í vinnu störfuðu hjá Verkleigunni en var sagt upp störfum í október í fyrra því þeir neituðu að taka þátt í að lækka virðisaukaskattskýrslur félagsins. Eigandi Verkleigunnar stofnaði hins vegar starfsmannaleigunnar Manngildi eftir gjaldþrotið í maí á þessu ári. Núverandi eigendur Manna í vinnu leituðu að eigin frumkvæði til skattrannsóknarstjóra til að skýra frá meintum brotum eiganda Verkleigunnar,“ segir Halldór Heiðar. Það mál er nú í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra að hans sögn.Halldór Heiðar Hallsson lögmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu sakar Kveik um ranga umfjöllun um fyrirtækiðÞóra Arnórsdóttir svaraði fyrirspurn Vísis um málið að skýrt hafi verið tekið fram í umfjölluninni að eigandi Verkleigunnar hefði rekið stjórnendur og starfsmenn Verkleigunnar. Starfsmenn og stjórnendur sem stýri nú Mönnum í vinnu. Aldrei hafi verið sagt að eignarhald starfsmannaleignanna væri það sama. Halldór Heiðar bendir á að Menn í vinnu hafi sagt upp starfsmönnunum sem komu fram í Kveik eftir viðtalið við Helga Seljan en ekki vegna þess heldur vegna áfengisneyslu og lélegrar mætingar. Þeir hafi verið reknir fjórum sinnum frá viðskiptafyrirtækjum vegna slælegra vinnubragða.Segir upplýsingar um leiguverð, bílaleigubíla og fleira rangar „Þá er alrangt eins og kom fram í þættinum í gær að menn hafi þurft að greiða 80.000 krónur í húsnæði og verið 6-8 saman í herbergi. Hið rétta er að meðaltal á húsaleigu þessi mánaðarmót var 48.280 kr. með húsgögnum, neti ,hita og rafmagni. Einnig skal tekið fram að leiga er tekin eftir á en ekki fyrirfram eins og gengur og gerist á hér á landi. Þá greiðir starfsfólk enga húsaleigutryggingu. Menn í vinnu ehf. greiðir með húsnæðum sínum og því er enginn hagnaður af leigutekjum. Loks búa aldrei fleiri en 4 saman, en það er í flestum tilfellum vinahópur sem vill vera saman,“ segir Halldór. Hann segir að rangt að erlendir starfsmenn hafi verið neyddir til að leigja bílaleigubíla og kostnaður tekinn af þeim að þeim forspurðum. „Erlendum starfsmönnum hefur verið boðið að leigja bílaleigubíla sem þeir hafa venjulega leigt tveir til fjórir saman. Þeir sem skrifa undir slíkan leigusamning greiða 10.000 kr. á mánuði. Menn í vinnu ehf. leigir bílinn á 50.000 kr. auk annars kostnaðar. Fyrirtækið greiðir með bílaleigubílunum og er því enginn hagnaður af þeim. Starfsmenn sem hafa unnið í þrjá mánuði eða lengur fá þetta gjald fellt niður og Menn í vinnu sjá um kostnaðinn. Það er aldrei neinn neyddur til að taka bílaleigubíl eða dregið af launum viðkomandi að honum forspurðum. Flestir kjósa að hafa aðgang að bíl,“ segir Halldór. Þá segir hann alrangt eins og hafi komið fram í umfjölluninni gær að kostnaður vegna líkamsræktar hafi verið dreginn af launum starfsfólks án samþykkis . „Send voru skilaboð til starfsmanna um hvort þeir vildu taka tilboði um líkamsrækt í World Class en við fengum verulegan afslátt sem við gátum svo boðið áfram. Þeir sem svöruðu því svo játandi fengu samninginn og var kostnaðurinn dreginn af launum þeirra. Það hefur aldrei verið gert án þess að viðkomandi hafi sjálfur óskað eftir því að taka tilboðinu. Þá er alrangt að fyrirtækið hafi margsinnis dregið sama flugmiðann af launum starfsmanna eins og kom fram í þættinum í gær. Allir flugmiðar eru greiddir af kreditkorti Manna í vinnu og starfsmenn aðeins rukkaðir fyrir þann kostnað sem fyrirtækið hefur þegar greitt fyrir flugfar þeirra til landsins,“ segir Halldór. Fjártjónið nemi milljónum Halldór segir fyrirtækið hafi þegar orðið fyrir miklu fjártjóni vegna umfjöllunarinnar „Fyrirtækið missti eitt stórt verk í dag sem þýðir að átta Rúmenar eru nú án vinnu. Þeir leituðu til fyrirtækisins grátandi í dag en þessir menn hafa verið virkilega ánægðir í störfum sínum. Menn í vinnu erum nú að leita að nýjum verkefnum en við vitum ekki hvort það tekst vegna umfjöllunar Kveiks. Það liggur þegar fyrir að fjártjón félagsins nemur milljónum, bæði í formi beins tjóns og viðskiptavildar.“ „Þá langar mig að benda á að allir ráðningarsamningar Manna í vinnu lúta eftirliti Vinnumálastofnunar sem hefur aldrei gert athugasemdir við þá. Fyrirtækið hefur ávallt lagt sig fram um að koma vel fram við sitt starfsfólk og fer að þeim lögum og reglum sem ríkja um vinnumarkaðinn hér á landi. Þá hefur starfsfólk lagt sig fram um fagleg vinnubrögð við leigutaka, segir Halldór.“Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVAYfirlýsing Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks vegna málsins:Það er þekkt aðferð að reyna að þvæla umræðuna þegar mál koma einhverjum illa. Staðreyndin er sú að erlendir starfsmenn Manna í vinnu búa fjölmargir saman í ólöglegu húsnæði í Kópavogi. Þeir eru enda með lögheimili annar staðar.Þeir fá greiddan lægsta mögulega taxta, 1.570 krónur á tímann, sama hvaða menntun þeir hafa. Eins og sást í þættinum var stór hluti launa þeirra sem þar var rætt við dreginn af þeim í ýmsan kostnað. Sá kostnaður er mun hærri en gefinn er í skyn í yfirlýsingunni, bæði hvað varðar húsaleigu og bíla.Það var skýrt tekið fram í umfjölluninni að eigandi Verkleigunnar hefði rekið stjórnendur og starfsmenn Verkleigunnar. Starfsmenn og stjórnendur sem stýra nú Mönnum í vinnu. Aldrei var sagt að eignarhald starfsmannaleignanna væri það sama. Orð fyrrum formanns Eflingar sem vitnað var til í þættinum benda auk þess til að kvartanir starfsmanna Verkleigunnar hafi byrjað mun fyrr en nú er haldið fram.Kjarni málsins er sá að erlendum starfsmönnum er boðið upp á laun og aðstæður sem Íslendingar myndu seint sætta sig við. Tölurnar og dæmin sem rakin voru eftir samtöl okkar við fjölda starfsmanna, staðfesta það. Þátturinn talar því fyrir sig sjálfur.Yfirlýsing starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. vegna umfjöllunar Kveiks um félagið:Menn í vinnu ehf vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum varðandi þátt Kveiks sem birtur var á RÚV þann 02.10.2018. Til að byrja með eru mikið af rangfærslum í fréttinni sem að Helgi Seljan vissi þegar að hann birti þáttinn en hafði engan áhuga á að fá hina hliðina eða sjá sönnunargögn. Honum var boðið að tala við okkur og sjá okkar gögn en hann vildi ekki við okkur tala.HÚSNÆÐITalað var um að menn væru að greiða um 80.000 krónur fyrir húsnæði hjá okkur og væru allt að 6-8 saman í herbergi. Við tókum saman meðaltal á húsaleigu þessi mánaðarmót september/október og er okkar starfsfólk að greiða að meðaltali 48.280 kr. í húsaleigu með öllum húsgögnum, neti , hita og rafmagni. Einnig skal tekið fram að leiga er tekin eftir á en ekki fyrirfram eins og gengur og gerist á Íslandi. Einnig greiðir okkar starfsfólk enga húsaleigutryggingu. Menn í vinnu ehf. greiðir með húsnæðum sínum og er því enginn hagnaður af leigutekjum. Það búa aldrei fleiri en 4 saman, en það er í flestum tilfellum vinahópur sem vill vera saman. Flestir eru með einkaherbergi eða deila herbergi með 1 öðrum.Aldrei hefur verið lokað húsnæðum sem Menn í vinnu ehf hefur leigt út til síns starfsfólks.BÍLARVið bjóðum okkar starfsfólki að leigja bílaleigubíla, en það átti að vera leið til að bæta lífsgæðin hjá okkar starfsfólki. Þá leigja þeir vanalega 2-4 saman. Þeir sem skrifa undir leigusamning á bíl greiða 10.000 kr. á mánuði. Með þessu hafa þeir aðgang að bíl bæði til að komast til og frá vinnu en einnig til að fara í búð, líkamsrækt eða styttri ferðalög ef þeir vilja. Menn í vinnu ehf. leigir bílinn á 50.000 kr. auk annars kostnaðar sem oft bætist við þegar bílnum er skilað. Menn í vinnu ehf greiðir með bílaleigubílunum og er því enginn hagnaður af þeim. Starfsmenn sem hafa unnið í 3 mánuði eða lengur fá þetta gjald fellt niður og Menn í vinnu sjá um kostnaðinn.LÍKAMRÆKTMenn í vinnu ehf vill stuðla að góðu heilbrigðu lífi. Starfsfólk okkar fær kynningarblað um líkamsrækt þar sem þeir hafa kost á að óska eftir aðgangi að líkamsrækt og sundi sem kostar 6.900 krónur stakur 1 mánuður. Samkvæmt verðskrá líkamsræktarstöðvarinnar kostar 1 stakur mánuður 11.430 krónur og erum við því að bjóða starfsfólki okkar líkamsræktarkorti á um 40% afslætti. Aðeins þeir sem óska eftir þessum aðgangi fá hann og sækjum við sérstaklega um fyrir hvern og einn starfsmann. Enginn greiðir fyrir líkamsrækt nema óska eftir því og þarf að gera það fyrir hvern mánuð. Þetta stendur starfsfólki til boða en enginn greiðir fyrir líkamsræktarkort nema óska eftir því. Ath. að það voru 9 starfsmenn sem greiddu þetta gjald í þessum mánuði en þeir óskuðu líka allir eftir því.SEKTIRTalað var um að starfsmaður hefði verið sektaður um að reykja í bíl og að fólk væri sektað ef grunur væri um það. Það hafa 2 starfsmenn verið sektaðir um að reykja í bíl og í bæði skipti var mynd eða upptaka af því. Menn í vinnu ehf. greiðir einnig sekt til bílaleigunnar auk þess að greiða kostnað fyrir djúphreinsun. Sektin er aðeins brot af þeim kostnaði sem við verðum fyrir. Starfsmenn sem leigja bíl skrifa allir undir bílaleigusamning og þar koma reglurnar skýrt fram. Allir sem leigt hafa bíl vita að það eru reglur um að reykja ekki í bílunum og skrifa starfsmenn okkar undir það.FLUGMIÐARVið bjóðum starfsfólki að lána þeim fyrir flugmiða til íslands. Sumir kaupa sjálfir og aðrir vilja að við kaupum. Þegar við kaupum flugmiða er það í samráði við starfsmanninn og fær hann bókunarnúmer og flugmiða í hendurnar. Ef flugmiðinn er dýr bjóðum vð fólki að deila honum niður á 2-3 mánuði. Flugmiðarnir eru greiddir með Visa korti Menn í vinnu ehf. Sú upphæð sem kemur á kortayfirlitið er sú sem mennirnir greiða. Ekkert gjald er bætt ofan á flugmiðana.Tekið var fram í viðtali að flugmiði frá Budapest til Íslands kostaði ekki nema um 100 evrur. En inni á Wizzair má sjá að flugmiðar í dag eru frá 192-270 evrur. Hins vegar ferðast flestir Rúmenar frá Bucharest en þá þarf að millilenda og taka 2 flug og eru miðarnir dýrari þaðan. Starfsmennirnir ráða frá hvaða flugvelli þeir ferðast.Einn misskilningur er virðist vera að á launaseðli er grár dálkur til hægri með tölum fyrir árið. Sumir starfsmenn virðast halda að verið sé að taka flugmiðann aftur þegar þeir horfa á töluna þar.VERKLEIGANKveikur og Helgi Seljan hefðu getað kynnt sér þetta mál betur. Enginn af starfsmönnum Menn í vinnu ehf. var í stjórn Verkleigunnar. Eigandi Verkleigunnar var Ingimar Skúli Sævarsson sem hefur alltaf verið eigandi Verkleigunnar, framkvæmdarstjóri og prófkúruhafi. Þegar starfsfólk á skrifstofu Verkleigunnar varð ljóst að Ingimar Skúli Sævarsson ætlaði að fara svíkjast undan skatti voru allir starfsmenn skrifstofunnar reknir án fyrirvara, eða um 10 manns. Allir þessir starfsmenn eru með mál gagnvart Verkleigunni hjá VR enda engin laun né uppsagnarfrestur greiddur. Í ljós kom að Ingimar Skúli ætlaði ekki aðeins að brjóta á þeim heldur einnig því erlenda starfsfólki sem var að vinna fyrir hann. Tveir starfsmenn sem unnið höfðu á skrifstofunni en voru reknir frá Verkleigunni aðstoðuðu erlenda starfsmenn við að leita síns réttar og bentu öllum að leita til Eflingar. Hringdu fyrir starfsfólk sem talaði litla ensku og keyrðum þeim jafnvel til Eflingar til að það væri örugglega verið að passa rétt þeirra.Þar sem fyrrverandi starfsfólki grunaði að eigandi Verkleigunnar, Ingimar Skúli, væri að fara svíkja undan skatti var farið með málið til Skattrannsóknarstjóra. Málið var tekið upp þar sem fyrrverandi starfsmenn Verkleigunnar aðstoðuðu við rannsóknina. Um er að ræða stórt skattasvik sem byrjaði allt aftir að almennu starfsfólki Verkleigunnar var sagt upp þann 02.10.2017.Eftir það var Menn í vinnu stofnað af almennum starfsmanni sem var svikin af Verkleigunni. Menn í vinnu ehf vill berjast gegn óréttlæti erlends vinnuafls og því kom þessi þáttur okkur gjörsamlega í opna skjöldu.Eigandi Verkleigunnar Ingimar Skúli Sævarsson sem er með opin mál gegn sér hjá Skattrannsóknarstjóra og braut á nær öllu starfsfólki sem vann hjá honum hvort sem það voru íslendingar eða erlendir starfsmenn opnaði hins vegar aðra starfsmannaleigu að nafni Manngildi og fær að halda áfram rekstri í sama húsi og Verkleigan starfaði með sama aðbúnað að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Allar eigur voru fluttar yfir í Manngildi og er það vermæti uppá tugi milljóna. Bílar, húsbúnaður, tölvubúnaður, vinnuföt og margt fleira. Þetta hefur allt verið sent á skiptastjóra. Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Óhætt er að segja að umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í gær hafi vakið hörð viðbrögð en þar var farið yfir skelfilega stöðu erlends verkafólks hér á landi. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik segir mikið um rangfærslur um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, sagði í samtali við Vísi vegna málsins að það sé þekkt aðferð að reyna að þvæla umræðuna þegar mál komi einhverjum illa. Þátturinn tali fyrir sig sjálfur. Yfirlýsingu hennar má lesa hér að neðan.Starfsmannaleigan Menn í vinnu ætlar að leita réttar síns Halldór Heiðar segir að fyrirtækið Menn í vinnu ætli að leita réttar síns vegna málsins og hefur sent fréttastofu Vísis yfirlýsingu vegna málsins sem má einnig lesa má hér að neðan en þar er farið lið fyrir lið yfir þau atriði sem hann segir röng í umfjölluninni. „Mig langar að taka fram í upphafi að það er ekki rétt eins og kom fram í þættinum í gær að stjórnendur starfsmannaleigunnar Manna í vinnu hafi verið stjórnendur Verkleigunnar sem varð gjaldþrota á þessu ári. Hið rétta er að núverandi eigendur Manna í vinnu störfuðu hjá Verkleigunni en var sagt upp störfum í október í fyrra því þeir neituðu að taka þátt í að lækka virðisaukaskattskýrslur félagsins. Eigandi Verkleigunnar stofnaði hins vegar starfsmannaleigunnar Manngildi eftir gjaldþrotið í maí á þessu ári. Núverandi eigendur Manna í vinnu leituðu að eigin frumkvæði til skattrannsóknarstjóra til að skýra frá meintum brotum eiganda Verkleigunnar,“ segir Halldór Heiðar. Það mál er nú í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra að hans sögn.Halldór Heiðar Hallsson lögmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu sakar Kveik um ranga umfjöllun um fyrirtækiðÞóra Arnórsdóttir svaraði fyrirspurn Vísis um málið að skýrt hafi verið tekið fram í umfjölluninni að eigandi Verkleigunnar hefði rekið stjórnendur og starfsmenn Verkleigunnar. Starfsmenn og stjórnendur sem stýri nú Mönnum í vinnu. Aldrei hafi verið sagt að eignarhald starfsmannaleignanna væri það sama. Halldór Heiðar bendir á að Menn í vinnu hafi sagt upp starfsmönnunum sem komu fram í Kveik eftir viðtalið við Helga Seljan en ekki vegna þess heldur vegna áfengisneyslu og lélegrar mætingar. Þeir hafi verið reknir fjórum sinnum frá viðskiptafyrirtækjum vegna slælegra vinnubragða.Segir upplýsingar um leiguverð, bílaleigubíla og fleira rangar „Þá er alrangt eins og kom fram í þættinum í gær að menn hafi þurft að greiða 80.000 krónur í húsnæði og verið 6-8 saman í herbergi. Hið rétta er að meðaltal á húsaleigu þessi mánaðarmót var 48.280 kr. með húsgögnum, neti ,hita og rafmagni. Einnig skal tekið fram að leiga er tekin eftir á en ekki fyrirfram eins og gengur og gerist á hér á landi. Þá greiðir starfsfólk enga húsaleigutryggingu. Menn í vinnu ehf. greiðir með húsnæðum sínum og því er enginn hagnaður af leigutekjum. Loks búa aldrei fleiri en 4 saman, en það er í flestum tilfellum vinahópur sem vill vera saman,“ segir Halldór. Hann segir að rangt að erlendir starfsmenn hafi verið neyddir til að leigja bílaleigubíla og kostnaður tekinn af þeim að þeim forspurðum. „Erlendum starfsmönnum hefur verið boðið að leigja bílaleigubíla sem þeir hafa venjulega leigt tveir til fjórir saman. Þeir sem skrifa undir slíkan leigusamning greiða 10.000 kr. á mánuði. Menn í vinnu ehf. leigir bílinn á 50.000 kr. auk annars kostnaðar. Fyrirtækið greiðir með bílaleigubílunum og er því enginn hagnaður af þeim. Starfsmenn sem hafa unnið í þrjá mánuði eða lengur fá þetta gjald fellt niður og Menn í vinnu sjá um kostnaðinn. Það er aldrei neinn neyddur til að taka bílaleigubíl eða dregið af launum viðkomandi að honum forspurðum. Flestir kjósa að hafa aðgang að bíl,“ segir Halldór. Þá segir hann alrangt eins og hafi komið fram í umfjölluninni gær að kostnaður vegna líkamsræktar hafi verið dreginn af launum starfsfólks án samþykkis . „Send voru skilaboð til starfsmanna um hvort þeir vildu taka tilboði um líkamsrækt í World Class en við fengum verulegan afslátt sem við gátum svo boðið áfram. Þeir sem svöruðu því svo játandi fengu samninginn og var kostnaðurinn dreginn af launum þeirra. Það hefur aldrei verið gert án þess að viðkomandi hafi sjálfur óskað eftir því að taka tilboðinu. Þá er alrangt að fyrirtækið hafi margsinnis dregið sama flugmiðann af launum starfsmanna eins og kom fram í þættinum í gær. Allir flugmiðar eru greiddir af kreditkorti Manna í vinnu og starfsmenn aðeins rukkaðir fyrir þann kostnað sem fyrirtækið hefur þegar greitt fyrir flugfar þeirra til landsins,“ segir Halldór. Fjártjónið nemi milljónum Halldór segir fyrirtækið hafi þegar orðið fyrir miklu fjártjóni vegna umfjöllunarinnar „Fyrirtækið missti eitt stórt verk í dag sem þýðir að átta Rúmenar eru nú án vinnu. Þeir leituðu til fyrirtækisins grátandi í dag en þessir menn hafa verið virkilega ánægðir í störfum sínum. Menn í vinnu erum nú að leita að nýjum verkefnum en við vitum ekki hvort það tekst vegna umfjöllunar Kveiks. Það liggur þegar fyrir að fjártjón félagsins nemur milljónum, bæði í formi beins tjóns og viðskiptavildar.“ „Þá langar mig að benda á að allir ráðningarsamningar Manna í vinnu lúta eftirliti Vinnumálastofnunar sem hefur aldrei gert athugasemdir við þá. Fyrirtækið hefur ávallt lagt sig fram um að koma vel fram við sitt starfsfólk og fer að þeim lögum og reglum sem ríkja um vinnumarkaðinn hér á landi. Þá hefur starfsfólk lagt sig fram um fagleg vinnubrögð við leigutaka, segir Halldór.“Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVAYfirlýsing Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks vegna málsins:Það er þekkt aðferð að reyna að þvæla umræðuna þegar mál koma einhverjum illa. Staðreyndin er sú að erlendir starfsmenn Manna í vinnu búa fjölmargir saman í ólöglegu húsnæði í Kópavogi. Þeir eru enda með lögheimili annar staðar.Þeir fá greiddan lægsta mögulega taxta, 1.570 krónur á tímann, sama hvaða menntun þeir hafa. Eins og sást í þættinum var stór hluti launa þeirra sem þar var rætt við dreginn af þeim í ýmsan kostnað. Sá kostnaður er mun hærri en gefinn er í skyn í yfirlýsingunni, bæði hvað varðar húsaleigu og bíla.Það var skýrt tekið fram í umfjölluninni að eigandi Verkleigunnar hefði rekið stjórnendur og starfsmenn Verkleigunnar. Starfsmenn og stjórnendur sem stýra nú Mönnum í vinnu. Aldrei var sagt að eignarhald starfsmannaleignanna væri það sama. Orð fyrrum formanns Eflingar sem vitnað var til í þættinum benda auk þess til að kvartanir starfsmanna Verkleigunnar hafi byrjað mun fyrr en nú er haldið fram.Kjarni málsins er sá að erlendum starfsmönnum er boðið upp á laun og aðstæður sem Íslendingar myndu seint sætta sig við. Tölurnar og dæmin sem rakin voru eftir samtöl okkar við fjölda starfsmanna, staðfesta það. Þátturinn talar því fyrir sig sjálfur.Yfirlýsing starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. vegna umfjöllunar Kveiks um félagið:Menn í vinnu ehf vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum varðandi þátt Kveiks sem birtur var á RÚV þann 02.10.2018. Til að byrja með eru mikið af rangfærslum í fréttinni sem að Helgi Seljan vissi þegar að hann birti þáttinn en hafði engan áhuga á að fá hina hliðina eða sjá sönnunargögn. Honum var boðið að tala við okkur og sjá okkar gögn en hann vildi ekki við okkur tala.HÚSNÆÐITalað var um að menn væru að greiða um 80.000 krónur fyrir húsnæði hjá okkur og væru allt að 6-8 saman í herbergi. Við tókum saman meðaltal á húsaleigu þessi mánaðarmót september/október og er okkar starfsfólk að greiða að meðaltali 48.280 kr. í húsaleigu með öllum húsgögnum, neti , hita og rafmagni. Einnig skal tekið fram að leiga er tekin eftir á en ekki fyrirfram eins og gengur og gerist á Íslandi. Einnig greiðir okkar starfsfólk enga húsaleigutryggingu. Menn í vinnu ehf. greiðir með húsnæðum sínum og er því enginn hagnaður af leigutekjum. Það búa aldrei fleiri en 4 saman, en það er í flestum tilfellum vinahópur sem vill vera saman. Flestir eru með einkaherbergi eða deila herbergi með 1 öðrum.Aldrei hefur verið lokað húsnæðum sem Menn í vinnu ehf hefur leigt út til síns starfsfólks.BÍLARVið bjóðum okkar starfsfólki að leigja bílaleigubíla, en það átti að vera leið til að bæta lífsgæðin hjá okkar starfsfólki. Þá leigja þeir vanalega 2-4 saman. Þeir sem skrifa undir leigusamning á bíl greiða 10.000 kr. á mánuði. Með þessu hafa þeir aðgang að bíl bæði til að komast til og frá vinnu en einnig til að fara í búð, líkamsrækt eða styttri ferðalög ef þeir vilja. Menn í vinnu ehf. leigir bílinn á 50.000 kr. auk annars kostnaðar sem oft bætist við þegar bílnum er skilað. Menn í vinnu ehf greiðir með bílaleigubílunum og er því enginn hagnaður af þeim. Starfsmenn sem hafa unnið í 3 mánuði eða lengur fá þetta gjald fellt niður og Menn í vinnu sjá um kostnaðinn.LÍKAMRÆKTMenn í vinnu ehf vill stuðla að góðu heilbrigðu lífi. Starfsfólk okkar fær kynningarblað um líkamsrækt þar sem þeir hafa kost á að óska eftir aðgangi að líkamsrækt og sundi sem kostar 6.900 krónur stakur 1 mánuður. Samkvæmt verðskrá líkamsræktarstöðvarinnar kostar 1 stakur mánuður 11.430 krónur og erum við því að bjóða starfsfólki okkar líkamsræktarkorti á um 40% afslætti. Aðeins þeir sem óska eftir þessum aðgangi fá hann og sækjum við sérstaklega um fyrir hvern og einn starfsmann. Enginn greiðir fyrir líkamsrækt nema óska eftir því og þarf að gera það fyrir hvern mánuð. Þetta stendur starfsfólki til boða en enginn greiðir fyrir líkamsræktarkort nema óska eftir því. Ath. að það voru 9 starfsmenn sem greiddu þetta gjald í þessum mánuði en þeir óskuðu líka allir eftir því.SEKTIRTalað var um að starfsmaður hefði verið sektaður um að reykja í bíl og að fólk væri sektað ef grunur væri um það. Það hafa 2 starfsmenn verið sektaðir um að reykja í bíl og í bæði skipti var mynd eða upptaka af því. Menn í vinnu ehf. greiðir einnig sekt til bílaleigunnar auk þess að greiða kostnað fyrir djúphreinsun. Sektin er aðeins brot af þeim kostnaði sem við verðum fyrir. Starfsmenn sem leigja bíl skrifa allir undir bílaleigusamning og þar koma reglurnar skýrt fram. Allir sem leigt hafa bíl vita að það eru reglur um að reykja ekki í bílunum og skrifa starfsmenn okkar undir það.FLUGMIÐARVið bjóðum starfsfólki að lána þeim fyrir flugmiða til íslands. Sumir kaupa sjálfir og aðrir vilja að við kaupum. Þegar við kaupum flugmiða er það í samráði við starfsmanninn og fær hann bókunarnúmer og flugmiða í hendurnar. Ef flugmiðinn er dýr bjóðum vð fólki að deila honum niður á 2-3 mánuði. Flugmiðarnir eru greiddir með Visa korti Menn í vinnu ehf. Sú upphæð sem kemur á kortayfirlitið er sú sem mennirnir greiða. Ekkert gjald er bætt ofan á flugmiðana.Tekið var fram í viðtali að flugmiði frá Budapest til Íslands kostaði ekki nema um 100 evrur. En inni á Wizzair má sjá að flugmiðar í dag eru frá 192-270 evrur. Hins vegar ferðast flestir Rúmenar frá Bucharest en þá þarf að millilenda og taka 2 flug og eru miðarnir dýrari þaðan. Starfsmennirnir ráða frá hvaða flugvelli þeir ferðast.Einn misskilningur er virðist vera að á launaseðli er grár dálkur til hægri með tölum fyrir árið. Sumir starfsmenn virðast halda að verið sé að taka flugmiðann aftur þegar þeir horfa á töluna þar.VERKLEIGANKveikur og Helgi Seljan hefðu getað kynnt sér þetta mál betur. Enginn af starfsmönnum Menn í vinnu ehf. var í stjórn Verkleigunnar. Eigandi Verkleigunnar var Ingimar Skúli Sævarsson sem hefur alltaf verið eigandi Verkleigunnar, framkvæmdarstjóri og prófkúruhafi. Þegar starfsfólk á skrifstofu Verkleigunnar varð ljóst að Ingimar Skúli Sævarsson ætlaði að fara svíkjast undan skatti voru allir starfsmenn skrifstofunnar reknir án fyrirvara, eða um 10 manns. Allir þessir starfsmenn eru með mál gagnvart Verkleigunni hjá VR enda engin laun né uppsagnarfrestur greiddur. Í ljós kom að Ingimar Skúli ætlaði ekki aðeins að brjóta á þeim heldur einnig því erlenda starfsfólki sem var að vinna fyrir hann. Tveir starfsmenn sem unnið höfðu á skrifstofunni en voru reknir frá Verkleigunni aðstoðuðu erlenda starfsmenn við að leita síns réttar og bentu öllum að leita til Eflingar. Hringdu fyrir starfsfólk sem talaði litla ensku og keyrðum þeim jafnvel til Eflingar til að það væri örugglega verið að passa rétt þeirra.Þar sem fyrrverandi starfsfólki grunaði að eigandi Verkleigunnar, Ingimar Skúli, væri að fara svíkja undan skatti var farið með málið til Skattrannsóknarstjóra. Málið var tekið upp þar sem fyrrverandi starfsmenn Verkleigunnar aðstoðuðu við rannsóknina. Um er að ræða stórt skattasvik sem byrjaði allt aftir að almennu starfsfólki Verkleigunnar var sagt upp þann 02.10.2017.Eftir það var Menn í vinnu stofnað af almennum starfsmanni sem var svikin af Verkleigunni. Menn í vinnu ehf vill berjast gegn óréttlæti erlends vinnuafls og því kom þessi þáttur okkur gjörsamlega í opna skjöldu.Eigandi Verkleigunnar Ingimar Skúli Sævarsson sem er með opin mál gegn sér hjá Skattrannsóknarstjóra og braut á nær öllu starfsfólki sem vann hjá honum hvort sem það voru íslendingar eða erlendir starfsmenn opnaði hins vegar aðra starfsmannaleigu að nafni Manngildi og fær að halda áfram rekstri í sama húsi og Verkleigan starfaði með sama aðbúnað að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Allar eigur voru fluttar yfir í Manngildi og er það vermæti uppá tugi milljóna. Bílar, húsbúnaður, tölvubúnaður, vinnuföt og margt fleira. Þetta hefur allt verið sent á skiptastjóra.
Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira