Eiga lög ekki að gilda af því þau henta mér ekki? Bubbi Morthens skrifar 2. október 2018 07:00 „Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar