Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 17:03 Heiðveig María svarar stjórn Sjómannafélags Íslands, hvar hún sækist eftir formennsku, fullum hálsi. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09