Hjónabandið hafi verið vernd gegn dónakörlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2018 20:08 Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana fyrir áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Getty/Russell Einhorn Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu. MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu.
MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira