Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. október 2018 20:00 Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins, segir nauðgunum enn beitt í miklu mæli í stríðsrekstri. Mynd/Egill 10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“ Norðurlönd Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“
Norðurlönd Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira