Assassins Creed Odyssey: Hef aldrei komist nær því að vera Gerard Butler Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 09:15 Hunskastu! Vísir/Ubisoft Ódysseifur var í tíu ár í stríði í Trjóu og það tók hann tíu ár að komast aftur heim. Eins og í Ódysseifskviðu er ekki ólíklegt að það muni taka tuttugu ár að klára Assassins Creed Odyssey og ég mun gera það með glöðu geði. Það er óhætt að segja að raunveruleikinn sé ekki í aðalhlutverki í ACO en það skiptir svo sem ekki máli. Leikurinn er þrususkemmtilegur og það virðist vera óendanlega mikið að gera í honum. Í fljótu bragði er auðvelt að segja Odyssey vera blöndu af Black Flag og Origins enda ber leikurinn merki beggja leikja, þó hann sé tiltölulega frábrugðinn öðrum AC leikjum. Serían virðist vera að færast meira og meira í áttina að hlutverkaleikjum. Útlit leiksins, bardagakerfi og margt fleira svipar til Origins en búið er að bæta við sjóorrustum eins og í Black Flag og þurfa spilarar að byggja upp skip sitt og ferðast á því víða, eins og í Black Flag.Odyssey fjallar um ungan Spartverja, karl eða konu, sem þarf að finna móður sína og bjarga Grikklandi í leiðinni frá skuggasamtökum drullusokka, og þau eru svo sannarlega drullusokkar, sem eru að reyna að ná tökum á svæðinu. Þar að auki eiga Sparta og Aþena í stríði og geta spilarar tekið virkan þátt í því, þó illa sé farið með hinar hefðbundnu bardagaaðferðir Grikkja. Leikurinn gerist um 400 fyrir Krist, á undan AC Origins og á þessum tímapunkti eru ekki til nein samtök launmorðingja né samtök musterisriddara. Baráttan er þó alltaf sú sama. Alexios eða Kassandra, héðan í frá Alexios þar sem ég valdi að spila hann, þarf að sanka að sér bandamönnum, byggja upp skip sitt og myrða haug af fólki til að ná markmiði sínu. Í leiðinni er líka hægt að sænga hjá fullt af fólki. Konum, körlum og jafnvel geitum, í einstaka tilfellum. Það er vert að taka snemma fram að ég er mikill aðdáandi Assassins Creed seríunnar. Ég hafði meira að segja gaman af AC Unity. Hafið þið það! Meiri hlutverkaleikur Að þessu sinni hefur Ubisoft gripið til þeirrar nýbreytni að spilarar geta valið hvað Alexios segir við viðmælendur sína og tekið ýmsar ákvarðanir sem hafa jafnvel umfangsmikil og í senn dulin áhrif á leikinn. Þær geta skipt miklu máli eða voða litlu en þetta þykir mér skemmtileg tilbreyting og hún eykur verulega á endurspilunargildi leiksins.Ég er, eins og áður hefur komið fram, ekki búinn með leikinn. Mér hefur hingað til gengið hræðilega að halda mér við efnið því það er alltaf eitthvað að gera og finna hinum megin við næstu girðingu. Sírenukallið heyrist víða og það laðar menn út vitleysu. Mér líður satt að segja eins og James Woods í Family Guy. Finn alltaf nýtt og nýtt nammi. Ég er þó vel á veg kominn enda búinn að verja tugum klukkustunda í hann. Þessi leikur hefur komið verulega niður á einkalífi mínu.Spartan-Kick ACO hefur marga kosti. Útlit, spilun, sögu, fjölbreytileika. En guð minn góður hvað það er gaman að „Spartan-sparka“ vondum körlum og konum fram af klettum og jafnvel ofan í eldfjall. Alveg eins og Leonidas í 300. Það er alltaf frábært og nánast ómögulegt að komast nær því að vera Gerard Butler. Sjóorrusturnar eru einnig mjög skemmtilegar og hleypa miklu lífi í leikinn.Sjóorrustur spila stóra rullu í ACO.Vísir/UbisoftAlexios er málaliði og vinnur hann því fyrir fjölmarga. Oft á tíðum þarf maður að brjóta lögin og gera ýmislegt sem fer í taugarnar á fólki. Þá er sett fé til höfuðs Alexios. Þegar það gerist fara aðrir málaliðar að elta hann á röndum og jafnvel margir. Málaliðakerfið líkist mjög svo hinu frábæra Nemesis-kerfi úr Shadow of War og Shadow of Mordor en virkar þó ekki jafnvel. Málaliðarnir eru oftar en ekki generískir vondir karlar sem maður drepur á meðan orkarnir í Shadow of War eru með persónuleika og eru jafnvel eftirminnanlegir. Það getur verið stórskemmtilegt og ógeðslega pirrandi. Í eitt sinn var ég búinn að standa mig eins og hetja í að laumupokast um stærðarinnar virki og myrða skotmark mitt, þegar tvo málaliða bar að garði. Þeir komu mér að óvörum og hávær bardagi hófst. Fleiri hermenn komu og allt fór í fokk. Á endanum dó ég og þurfti að gera allt virkið aftur. Varðandi raunveruleika leiksins má þar finna ýmis sögufræg skrímsli og Alexios lifir ýmislegt af sem venjulegir menn ættu ekki að gera, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er þó ekki einhver þvæla þar sem margt útskýrist af sterkum áhrifum Isu-fólksins á þessu tímabili og því að Alexios er ekki venjulegur maður, ef svo má að orði komast. ACO er langt frá því að vera gallalaus eins og leikir með svo stórum opnum heimi eru gjarnan. Meðal þeirra galla sem ég hef rekist á er að Alexios hefur verið fastur á nokkrum stöðum og í einu tilfelli undir skipi sínu. Það var mjög pirrandi. Svo rakst ég á eina vonda kerlingu sem ég átti að drepa. Hún var hins vegar á röngum stað og ég gat ekki nálgast hana. Sá galli verður þó lagaður í næsta plástri, samkvæmt Ubisoft.Umhverfi leiksins, Grikkland til forna, er í stuttu máli sagt frábært. Það er oft hægt að stoppa og virða fegurðina fyrir sér.Vísir/UbisoftFramerate-ið getur lækkað töluvert þegar mikið gengur á og hreyfingar Alexios og annarra persóna geta verið einstaklega ljótar og asnalegar. Þá má segja að hin mikla stærð leiksins komi niður á sögunni með vissum hætti. Það er mjög auðvelt að fara í gegnum heilu klukkustundirnar án þess að velta megin sögunni fyrir sér að nokkru leyti. Á hinn bóginn þýðir stærð kortsins að það er mjög mikið að gera og skoða í leiknum. Mikið „grind“ Eitt enn, sem ég tel vera galla, er kerfi ACO sem snýr að vopnum og brynjum. Án þess að ýkja þá eru skrilljón vopn og brynjur í leiknum. Allir slíkir hlutir eru merktir á ákveðnu stigi, sem Alexios er líka. Ef Alexios er á stigi 26 og sverð á stigi 28 getur hann ekki notað það. Hins vegar, ef Alexios er á stigi 28 og sverðið 26, þá virkar það mun verr en sverð á stigi 28. Þá þarf að eyða peningum, timbri, járni og öðru í að uppfæra sverðið og gera það reglulega þegar Alexios hækkar um stig. Að endingu leiðir þetta til þess að Alexios situr uppi með haug af hlutum sem hann hefur svo sem ekkert við að gera og þarf að eyða fúlgum fjár í að uppfæra. Til þess þarf að taka við verkefnum sem verða til jafnóðum í leiknum, leysa þau og fá greitt fyrir. Þessi tilteknu verkefni eru yfirleitt, farðu þangað, dreptu þennan og komdu aftur. Þetta er svokallað grind (grænd) og tekur mikinn tíma. Aftur á móti er hægt að eyða raunverulegum peningum fyrir að fá peninga í leiknum. Með því að láta spilara grinda eru framleiðendur að reyna að fá þá til að eyða raunverulegum peningum og það er hreint út sagt óþolandi.Sjóhluti Odyssey líkist Black Flag að mörgu leyti.Vísir/UbisoftAð öðru leyti fer innri verslun leiksins þó ekkert í taugarnar á mér. Hún er þarna og það er hægt að kaupa fullt af flottu dóti en ég finn enga þörf til þess og það er ekki verið að troða því upp á mann.Annars ekkert til að kvarta yfir, þvert á móti Fyrir utan þessi leiðinlegu verkefni sem ég tala um hér að ofan eru þau verkefni leiksins sem snúa að sögunni og önnur hliðarverkefni stór-góð og fjölbreytileg. Maður rekst á skemmtilegar persónur úr sögunni, eins og í öðrum AC leikjum, og ég fékk jafnvel að öskra á krakka. Hingað til hef ég reyndar ekki fengið að drepa krakka, en það er önnur, gömul og lengri saga. Bardagakerfið er nánast eins og í Origins, með smá breytingum. Mér þykir það heppnast vel en ég var lengi að venjast því í Origins. Það að laumupokast virðist samt skipta minna máli en áður og í rauninni hefur maður lítið við það að gera. Sérstaklega seinna meir í leiknum. Spilarar geta þó sniðið persónu leiksins eftir sínum löngunum. Hægt er að gera Alexios algeran stríðsmann sem gengur um og hakkar óvini sína í spað, bogamanni, launmorðingja eða gera hann tiltölulega góðan í öllu. Þar komum við aftur að auknu endurspilunargildi. Við þetta má bæta að það er mikil kostur hvað spilarar þurfa að verja litlum tíma í nútímanum í söguheimi seríunnar, enda virðist sú saga vera komin í algjört rugl. Maður er eiginlega farinn að sakna Desmond.Hægt er að taka myndir í Assassins Creed Odyssey og hér má sjá fyrstu myndina sem ég tók í leiknum. Þá var ég að príla upp stærðarinnar styttu á eyjunni Kephallonia.Vísir/SammiSamantekt-ish Heilt yfir litið er ACO flottur og skemmtilegur leikur. Þó það megi alveg nöldra yfir honum að hluta til er von á því að gallar leiksins verði lagaðir, eins og gert var í Origins. Hann lítur mjög vel út og persónur leiksins eru sömuleiðis vel gerðar. Þá er skrefið sem Ubisoft hefur tekið í átt að hlutverkaleik jákvæð þróun sem fær mann til að hafa meiri áhuga á persónunni. Alexios gæti mögulega verið besta persóna seríunnar frá því að Ezio var upp á sitt besta. Aðdáendur Assassins Creed leikjanna ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum og ekki heldur aðdáendur stórra opinna hlutverkaleikja.Ég spilaði leikinn á bæði PS4 og PC. PS4 eintakið fékk ég frá innflytjendum leiksins.Hér má fá ágætis mynd af því hve stórt kort ACO er. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ódysseifur var í tíu ár í stríði í Trjóu og það tók hann tíu ár að komast aftur heim. Eins og í Ódysseifskviðu er ekki ólíklegt að það muni taka tuttugu ár að klára Assassins Creed Odyssey og ég mun gera það með glöðu geði. Það er óhætt að segja að raunveruleikinn sé ekki í aðalhlutverki í ACO en það skiptir svo sem ekki máli. Leikurinn er þrususkemmtilegur og það virðist vera óendanlega mikið að gera í honum. Í fljótu bragði er auðvelt að segja Odyssey vera blöndu af Black Flag og Origins enda ber leikurinn merki beggja leikja, þó hann sé tiltölulega frábrugðinn öðrum AC leikjum. Serían virðist vera að færast meira og meira í áttina að hlutverkaleikjum. Útlit leiksins, bardagakerfi og margt fleira svipar til Origins en búið er að bæta við sjóorrustum eins og í Black Flag og þurfa spilarar að byggja upp skip sitt og ferðast á því víða, eins og í Black Flag.Odyssey fjallar um ungan Spartverja, karl eða konu, sem þarf að finna móður sína og bjarga Grikklandi í leiðinni frá skuggasamtökum drullusokka, og þau eru svo sannarlega drullusokkar, sem eru að reyna að ná tökum á svæðinu. Þar að auki eiga Sparta og Aþena í stríði og geta spilarar tekið virkan þátt í því, þó illa sé farið með hinar hefðbundnu bardagaaðferðir Grikkja. Leikurinn gerist um 400 fyrir Krist, á undan AC Origins og á þessum tímapunkti eru ekki til nein samtök launmorðingja né samtök musterisriddara. Baráttan er þó alltaf sú sama. Alexios eða Kassandra, héðan í frá Alexios þar sem ég valdi að spila hann, þarf að sanka að sér bandamönnum, byggja upp skip sitt og myrða haug af fólki til að ná markmiði sínu. Í leiðinni er líka hægt að sænga hjá fullt af fólki. Konum, körlum og jafnvel geitum, í einstaka tilfellum. Það er vert að taka snemma fram að ég er mikill aðdáandi Assassins Creed seríunnar. Ég hafði meira að segja gaman af AC Unity. Hafið þið það! Meiri hlutverkaleikur Að þessu sinni hefur Ubisoft gripið til þeirrar nýbreytni að spilarar geta valið hvað Alexios segir við viðmælendur sína og tekið ýmsar ákvarðanir sem hafa jafnvel umfangsmikil og í senn dulin áhrif á leikinn. Þær geta skipt miklu máli eða voða litlu en þetta þykir mér skemmtileg tilbreyting og hún eykur verulega á endurspilunargildi leiksins.Ég er, eins og áður hefur komið fram, ekki búinn með leikinn. Mér hefur hingað til gengið hræðilega að halda mér við efnið því það er alltaf eitthvað að gera og finna hinum megin við næstu girðingu. Sírenukallið heyrist víða og það laðar menn út vitleysu. Mér líður satt að segja eins og James Woods í Family Guy. Finn alltaf nýtt og nýtt nammi. Ég er þó vel á veg kominn enda búinn að verja tugum klukkustunda í hann. Þessi leikur hefur komið verulega niður á einkalífi mínu.Spartan-Kick ACO hefur marga kosti. Útlit, spilun, sögu, fjölbreytileika. En guð minn góður hvað það er gaman að „Spartan-sparka“ vondum körlum og konum fram af klettum og jafnvel ofan í eldfjall. Alveg eins og Leonidas í 300. Það er alltaf frábært og nánast ómögulegt að komast nær því að vera Gerard Butler. Sjóorrusturnar eru einnig mjög skemmtilegar og hleypa miklu lífi í leikinn.Sjóorrustur spila stóra rullu í ACO.Vísir/UbisoftAlexios er málaliði og vinnur hann því fyrir fjölmarga. Oft á tíðum þarf maður að brjóta lögin og gera ýmislegt sem fer í taugarnar á fólki. Þá er sett fé til höfuðs Alexios. Þegar það gerist fara aðrir málaliðar að elta hann á röndum og jafnvel margir. Málaliðakerfið líkist mjög svo hinu frábæra Nemesis-kerfi úr Shadow of War og Shadow of Mordor en virkar þó ekki jafnvel. Málaliðarnir eru oftar en ekki generískir vondir karlar sem maður drepur á meðan orkarnir í Shadow of War eru með persónuleika og eru jafnvel eftirminnanlegir. Það getur verið stórskemmtilegt og ógeðslega pirrandi. Í eitt sinn var ég búinn að standa mig eins og hetja í að laumupokast um stærðarinnar virki og myrða skotmark mitt, þegar tvo málaliða bar að garði. Þeir komu mér að óvörum og hávær bardagi hófst. Fleiri hermenn komu og allt fór í fokk. Á endanum dó ég og þurfti að gera allt virkið aftur. Varðandi raunveruleika leiksins má þar finna ýmis sögufræg skrímsli og Alexios lifir ýmislegt af sem venjulegir menn ættu ekki að gera, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er þó ekki einhver þvæla þar sem margt útskýrist af sterkum áhrifum Isu-fólksins á þessu tímabili og því að Alexios er ekki venjulegur maður, ef svo má að orði komast. ACO er langt frá því að vera gallalaus eins og leikir með svo stórum opnum heimi eru gjarnan. Meðal þeirra galla sem ég hef rekist á er að Alexios hefur verið fastur á nokkrum stöðum og í einu tilfelli undir skipi sínu. Það var mjög pirrandi. Svo rakst ég á eina vonda kerlingu sem ég átti að drepa. Hún var hins vegar á röngum stað og ég gat ekki nálgast hana. Sá galli verður þó lagaður í næsta plástri, samkvæmt Ubisoft.Umhverfi leiksins, Grikkland til forna, er í stuttu máli sagt frábært. Það er oft hægt að stoppa og virða fegurðina fyrir sér.Vísir/UbisoftFramerate-ið getur lækkað töluvert þegar mikið gengur á og hreyfingar Alexios og annarra persóna geta verið einstaklega ljótar og asnalegar. Þá má segja að hin mikla stærð leiksins komi niður á sögunni með vissum hætti. Það er mjög auðvelt að fara í gegnum heilu klukkustundirnar án þess að velta megin sögunni fyrir sér að nokkru leyti. Á hinn bóginn þýðir stærð kortsins að það er mjög mikið að gera og skoða í leiknum. Mikið „grind“ Eitt enn, sem ég tel vera galla, er kerfi ACO sem snýr að vopnum og brynjum. Án þess að ýkja þá eru skrilljón vopn og brynjur í leiknum. Allir slíkir hlutir eru merktir á ákveðnu stigi, sem Alexios er líka. Ef Alexios er á stigi 26 og sverð á stigi 28 getur hann ekki notað það. Hins vegar, ef Alexios er á stigi 28 og sverðið 26, þá virkar það mun verr en sverð á stigi 28. Þá þarf að eyða peningum, timbri, járni og öðru í að uppfæra sverðið og gera það reglulega þegar Alexios hækkar um stig. Að endingu leiðir þetta til þess að Alexios situr uppi með haug af hlutum sem hann hefur svo sem ekkert við að gera og þarf að eyða fúlgum fjár í að uppfæra. Til þess þarf að taka við verkefnum sem verða til jafnóðum í leiknum, leysa þau og fá greitt fyrir. Þessi tilteknu verkefni eru yfirleitt, farðu þangað, dreptu þennan og komdu aftur. Þetta er svokallað grind (grænd) og tekur mikinn tíma. Aftur á móti er hægt að eyða raunverulegum peningum fyrir að fá peninga í leiknum. Með því að láta spilara grinda eru framleiðendur að reyna að fá þá til að eyða raunverulegum peningum og það er hreint út sagt óþolandi.Sjóhluti Odyssey líkist Black Flag að mörgu leyti.Vísir/UbisoftAð öðru leyti fer innri verslun leiksins þó ekkert í taugarnar á mér. Hún er þarna og það er hægt að kaupa fullt af flottu dóti en ég finn enga þörf til þess og það er ekki verið að troða því upp á mann.Annars ekkert til að kvarta yfir, þvert á móti Fyrir utan þessi leiðinlegu verkefni sem ég tala um hér að ofan eru þau verkefni leiksins sem snúa að sögunni og önnur hliðarverkefni stór-góð og fjölbreytileg. Maður rekst á skemmtilegar persónur úr sögunni, eins og í öðrum AC leikjum, og ég fékk jafnvel að öskra á krakka. Hingað til hef ég reyndar ekki fengið að drepa krakka, en það er önnur, gömul og lengri saga. Bardagakerfið er nánast eins og í Origins, með smá breytingum. Mér þykir það heppnast vel en ég var lengi að venjast því í Origins. Það að laumupokast virðist samt skipta minna máli en áður og í rauninni hefur maður lítið við það að gera. Sérstaklega seinna meir í leiknum. Spilarar geta þó sniðið persónu leiksins eftir sínum löngunum. Hægt er að gera Alexios algeran stríðsmann sem gengur um og hakkar óvini sína í spað, bogamanni, launmorðingja eða gera hann tiltölulega góðan í öllu. Þar komum við aftur að auknu endurspilunargildi. Við þetta má bæta að það er mikil kostur hvað spilarar þurfa að verja litlum tíma í nútímanum í söguheimi seríunnar, enda virðist sú saga vera komin í algjört rugl. Maður er eiginlega farinn að sakna Desmond.Hægt er að taka myndir í Assassins Creed Odyssey og hér má sjá fyrstu myndina sem ég tók í leiknum. Þá var ég að príla upp stærðarinnar styttu á eyjunni Kephallonia.Vísir/SammiSamantekt-ish Heilt yfir litið er ACO flottur og skemmtilegur leikur. Þó það megi alveg nöldra yfir honum að hluta til er von á því að gallar leiksins verði lagaðir, eins og gert var í Origins. Hann lítur mjög vel út og persónur leiksins eru sömuleiðis vel gerðar. Þá er skrefið sem Ubisoft hefur tekið í átt að hlutverkaleik jákvæð þróun sem fær mann til að hafa meiri áhuga á persónunni. Alexios gæti mögulega verið besta persóna seríunnar frá því að Ezio var upp á sitt besta. Aðdáendur Assassins Creed leikjanna ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum og ekki heldur aðdáendur stórra opinna hlutverkaleikja.Ég spilaði leikinn á bæði PS4 og PC. PS4 eintakið fékk ég frá innflytjendum leiksins.Hér má fá ágætis mynd af því hve stórt kort ACO er.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira