Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 14:19 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Vísir/Getty Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina. Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina.
Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30
Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37