Mannhatur Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun