Arsenal áfram eftir markalaust jafntefli | Victor áfram og mikilvægur sigur Hannesar Anton Ingi Leifsson skrifar 8. nóvember 2018 22:00 Úr leik kvöldsins. vísir/getty Arsenal er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli við Sporting á heimavelli í kvöld. Helstu tíðindi kvöldsins voru skelfileg meiðsli Danny Welbeck en eftir jafnteflið er Arsenal með tíu stig á toppi riðilsins. Sporting er með sjö stig. Í hinum leik riðilsins unnu Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag 1-0 sigur á Vorskla. Hannes stóð á milli stanganna hjá Qarabag en bæði lið eru með þrjú stig í riðlinum. Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður á 55. mínútu er FC Zurich tapaði 1-0 fyrir Bayer Leverkusen á útivelli í C-riðlinum. Í hinum leik riðilsins gerðu Ludogorets og AEK markalaust jafntefli. Leverkusen er á toppi riðilsins með níu stig, rétt eins og Victor og félagar, en Ludogorets og AEK eru bæði með tvö stig. Victor og félagar eru þess vegna komnir upp úr riðlinum. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 86. Mínútu er Rosenborg steinlá fyrir Leipzig, 5-2. Rosenborg er á botni riðilsins með núll stig en Salzburg er á toppnum með tólf. Leipzig og Celtic eru með sex. AC Milan er í þriðja sæti F-riðils eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Real Betis. Spænska liðið er á toppi riðilsins með átta stig, Olympiakos og AC Milan eru með sjö en litla liðið frá Lúxemborg, Dudelange er án stiga.Öll úrslit dagsins:A-riðill: Bayer Leverkusen - Zurich 1-0 Ludogorets - AEK 0-0B-riðill: Celtic - Leipzig 2-1 Rosenborg - Salzburg 2-5C-riðill: Bordeaux - Zenit 1-1 Slavia Prague - FCK 0-0D-riðill: Dynamo Zagreb - Spartak Trnava 3-1E-riðill: Arsenal - Sporting 0-0 Vorskla - Qarabag 0-1F-riðill: Olympiacos - Dudelange 5-1 Real Betis - AC Milan 1-1 Evrópudeild UEFA
Arsenal er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli við Sporting á heimavelli í kvöld. Helstu tíðindi kvöldsins voru skelfileg meiðsli Danny Welbeck en eftir jafnteflið er Arsenal með tíu stig á toppi riðilsins. Sporting er með sjö stig. Í hinum leik riðilsins unnu Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag 1-0 sigur á Vorskla. Hannes stóð á milli stanganna hjá Qarabag en bæði lið eru með þrjú stig í riðlinum. Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður á 55. mínútu er FC Zurich tapaði 1-0 fyrir Bayer Leverkusen á útivelli í C-riðlinum. Í hinum leik riðilsins gerðu Ludogorets og AEK markalaust jafntefli. Leverkusen er á toppi riðilsins með níu stig, rétt eins og Victor og félagar, en Ludogorets og AEK eru bæði með tvö stig. Victor og félagar eru þess vegna komnir upp úr riðlinum. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 86. Mínútu er Rosenborg steinlá fyrir Leipzig, 5-2. Rosenborg er á botni riðilsins með núll stig en Salzburg er á toppnum með tólf. Leipzig og Celtic eru með sex. AC Milan er í þriðja sæti F-riðils eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Real Betis. Spænska liðið er á toppi riðilsins með átta stig, Olympiakos og AC Milan eru með sjö en litla liðið frá Lúxemborg, Dudelange er án stiga.Öll úrslit dagsins:A-riðill: Bayer Leverkusen - Zurich 1-0 Ludogorets - AEK 0-0B-riðill: Celtic - Leipzig 2-1 Rosenborg - Salzburg 2-5C-riðill: Bordeaux - Zenit 1-1 Slavia Prague - FCK 0-0D-riðill: Dynamo Zagreb - Spartak Trnava 3-1E-riðill: Arsenal - Sporting 0-0 Vorskla - Qarabag 0-1F-riðill: Olympiacos - Dudelange 5-1 Real Betis - AC Milan 1-1
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti