Hundur skaut eiganda sinn í bringuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 14:55 Charlie, sem skaut eiganda sinn, er Rottweiler-blendingur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“ Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“
Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira