Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 13:55 Þó að Kínverjar séu byrjaðir að rífa niður kolaorkuver rís fjöldi annarra í staðinn. Kínverjar eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Færi heimsbyggðin að fordæmi þeirra yrði hnattræn hlýnun margfalt meiri en markmið Parísarsamkomulagsins. Vísir/EPA Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015. Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015.
Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00