Riðlist ekki á náttúrunni eins og rófulausir hundar á lóðatík 17. nóvember 2018 10:00 Arnarker, um fimm hundruð metra hellir, í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Mynd/Guðmundur Brynjar Þorsteinsson Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira