Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 10:52 Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson og Oddný Harðardóttir á fundinum í Iðnó í morgun. Vísir/EgillA Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. Þeirra á meðal er að auka tekjur með sykurskatti og hækka framlag til öryrkja um fjóra milljarða króna, í 6,9 milljarða króna í heildina. Þau segja ríkisstjórnina hafa tekið skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp. Það tryggi hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanræki félagslega innviði. Ekki sé heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins. „Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir í uppsveiflunni; öryrkjar, ungt fólk og fjölskyldur með lágar- eða meðaltekjur. Á toppi hagsveiflunnar hefði átt að fjárfesta verulega í grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfi og samgöngum og ráðast gegn vaxandi eignaójöfnuði.“ Samfylkingin leggur fram 17 breytingartillögur við frumvarpið upp á rúma 24 milljarða kr., en þær eru að öllu leyti fjármagnaðar. Meðal annars með sykurskatti sem þau telja að geti skilað einum milljarði króna í tekjur yfir árið. Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra hefur sagst vera opin fyrir því að leggja á sykurskatt en hann var fyrir lýði í tæp tvö ár fyrir þremur til fjórum árum. Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu.Fréttablaðið/ErnirVilja vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins „Samfylkingin gerir auk þess ráð fyrir meiri afgangi á ríkissjóði á næsta ári heldur en ríkisstjórnin. Mikilvægt er að vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins.“ Að neðan má sjá tillögur Samfylkingarinnar en önnur umræða um fjárlög stendur yfir á Alþingi í þessum töluðu orðum:Í aðdraganda kjarasamninganna hefur fátt verið rætt meira en nauðsyn stórátaks í húsnæðismálum og því leggur Samfylkingin til að stofnframlög til almennra íbúða verði aukin (2 makr.) og vaxtabætur sömuleiðis (2 makr.). Ríkisstjórnarflokkarnir lækka aftur á móti húsnæðisstuðning milli umræðna. Samfylkingin leggur auk þess til að barnabætur hækki umtalsvert (2 makr.).Öflugt heilbrigðiskerfi er það málefni sem sameinar alla landsmenn. Samfylkingin leggur til að auka framlög verulega til hjúkrunarheimila (1 makr.) til að komast hjá niðurskurði. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru í brýnni fjárþörf en það er algerlega litið framhjá þeim í frumvarpinu. Því leggur Samfylkingin til 800 mkr. viðbót til heilbrigðisstofnana. Samfylkingin leggur einnig til aukna fjármuni til sjúkrahúsa (2 makr.) og sérstakar 150 mkr. til SÁÁ.Samfylkingin leggur til 4 milljarða aukningu til öryrkja en fulltrúar ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd hafa ákveðið að lækka framlög til öryrkja um rúman milljarð frá því að frumvarpið var kynnt í haust.Samfylkingin leggur auk þess til aukna fjármuni í málefni aldraðra (4 makr), almenna löggæslu (800 mkr.), til samgöngumála (2 makr), ásamt auknum framlögum til háskóla og framhaldsskóla sem og Sjónvarpssjóðs (300 mkr). Til að bæta upp fyrir metnaðarleysi stjórnvalda í framlögum til þróunaraðstoðar er lagt til að 400 mkr. renni í neyðarhjálp UNICEF fyrir börn í Jemen.Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld en veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3 milljarða milli ára samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur. Samfylkingin leggur til að gistináttagjald renni til sveitarfélaga og að lagður verði á sykurskattur upp á milljarð.Breytingartillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög:Stofnframlög til almennra íbúða (málefnasvið 31 Húsnæðisstuðningur) 2 milljarðar króna.Barnabætur (málefnasvið 29 Fjölskyldusvið) 2 milljarðar króna.Vaxtabætur (málefnasvið 31 Húsnæðisstuðningur) 2 milljarðar króna.Öryrkjar (málefnasvið 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks) 4 milljarðar króna.Aldraðir (málefnasvið 28 Málefni aldraða) 4 milljarða króna.Háskólar (málefnasvið 21 Háskólastig) 1 milljarð króna.Framhaldsskólar (málefnasvið 20 Framhaldsskólastig) 400 milljónir króna.Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri (málefnasvið 23 Sjúkrahúsþjónusta) 2 milljarðar króna.Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni með almenna sjúkrahúsþjónustu (málefnasvið 23 Sjúkrahúsþjónusta) 800 milljónir króna.Hjúkrunarheimili (málefnasvið 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta) 1 milljarð króna.Samgöngur (málefnasvið 11 Samgöngu- og fjarskiptamál) 2 milljarðar króna.SÁÁ (málefnasvið 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta) 150 milljónor króna.Sjónvarpssjóður sem heyrir undir Kvikmyndamiðstöð Íslands (málefnasvið 18 Menning) 300 milljónir króna.Þróunarsamvinna (málefnasvið 4 Utanríkismál) 400 milljónir króna og sú aukning renni til neyðarhjálpar UNICEF fyrir börn í Jemen.Löggæsla (málefnasvið 9 Almanna- og réttaröryggi) 800 milljónir króna.Gistináttagjald renni til sveitarfélaga, 1,3 milljarðar króna.Sykurskattur (vörugjöld á sykur og sætuefni) verði lagður á en það mun færa ríkissjóði um 1 milljarð króna.Uppfært klukkan 11:34Í fyrri útgáfu fréttar stóð að Samfylkingin legði til óbreytta útfærslu til öryrkja. Byggði misskilningurinn á því að Samfylkgin legði til fjóra milljarða króna til öryrkja. Tómas Guðjónsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar, segir hins vegar um fjögurra milljarða króna aukningu að ræða svo heildarupphæðin verður 6,9 milljarðar króna. Fréttin hefur verið leiðrétt. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Sælgætisframleiðendur gagnrýna hugmynd heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts. Helgi í Góu spyr hvort eigi þá að deila út skömmtunarseðlum og forstjóri Nóa Síríus segir ósanngjarnt ef taka eigi einn fæðuflokk fyrir. 8. desember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. Þeirra á meðal er að auka tekjur með sykurskatti og hækka framlag til öryrkja um fjóra milljarða króna, í 6,9 milljarða króna í heildina. Þau segja ríkisstjórnina hafa tekið skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp. Það tryggi hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanræki félagslega innviði. Ekki sé heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins. „Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir í uppsveiflunni; öryrkjar, ungt fólk og fjölskyldur með lágar- eða meðaltekjur. Á toppi hagsveiflunnar hefði átt að fjárfesta verulega í grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfi og samgöngum og ráðast gegn vaxandi eignaójöfnuði.“ Samfylkingin leggur fram 17 breytingartillögur við frumvarpið upp á rúma 24 milljarða kr., en þær eru að öllu leyti fjármagnaðar. Meðal annars með sykurskatti sem þau telja að geti skilað einum milljarði króna í tekjur yfir árið. Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra hefur sagst vera opin fyrir því að leggja á sykurskatt en hann var fyrir lýði í tæp tvö ár fyrir þremur til fjórum árum. Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu.Fréttablaðið/ErnirVilja vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins „Samfylkingin gerir auk þess ráð fyrir meiri afgangi á ríkissjóði á næsta ári heldur en ríkisstjórnin. Mikilvægt er að vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins.“ Að neðan má sjá tillögur Samfylkingarinnar en önnur umræða um fjárlög stendur yfir á Alþingi í þessum töluðu orðum:Í aðdraganda kjarasamninganna hefur fátt verið rætt meira en nauðsyn stórátaks í húsnæðismálum og því leggur Samfylkingin til að stofnframlög til almennra íbúða verði aukin (2 makr.) og vaxtabætur sömuleiðis (2 makr.). Ríkisstjórnarflokkarnir lækka aftur á móti húsnæðisstuðning milli umræðna. Samfylkingin leggur auk þess til að barnabætur hækki umtalsvert (2 makr.).Öflugt heilbrigðiskerfi er það málefni sem sameinar alla landsmenn. Samfylkingin leggur til að auka framlög verulega til hjúkrunarheimila (1 makr.) til að komast hjá niðurskurði. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru í brýnni fjárþörf en það er algerlega litið framhjá þeim í frumvarpinu. Því leggur Samfylkingin til 800 mkr. viðbót til heilbrigðisstofnana. Samfylkingin leggur einnig til aukna fjármuni til sjúkrahúsa (2 makr.) og sérstakar 150 mkr. til SÁÁ.Samfylkingin leggur til 4 milljarða aukningu til öryrkja en fulltrúar ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd hafa ákveðið að lækka framlög til öryrkja um rúman milljarð frá því að frumvarpið var kynnt í haust.Samfylkingin leggur auk þess til aukna fjármuni í málefni aldraðra (4 makr), almenna löggæslu (800 mkr.), til samgöngumála (2 makr), ásamt auknum framlögum til háskóla og framhaldsskóla sem og Sjónvarpssjóðs (300 mkr). Til að bæta upp fyrir metnaðarleysi stjórnvalda í framlögum til þróunaraðstoðar er lagt til að 400 mkr. renni í neyðarhjálp UNICEF fyrir börn í Jemen.Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld en veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3 milljarða milli ára samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur. Samfylkingin leggur til að gistináttagjald renni til sveitarfélaga og að lagður verði á sykurskattur upp á milljarð.Breytingartillögur Samfylkingarinnar um aukin framlög:Stofnframlög til almennra íbúða (málefnasvið 31 Húsnæðisstuðningur) 2 milljarðar króna.Barnabætur (málefnasvið 29 Fjölskyldusvið) 2 milljarðar króna.Vaxtabætur (málefnasvið 31 Húsnæðisstuðningur) 2 milljarðar króna.Öryrkjar (málefnasvið 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks) 4 milljarðar króna.Aldraðir (málefnasvið 28 Málefni aldraða) 4 milljarða króna.Háskólar (málefnasvið 21 Háskólastig) 1 milljarð króna.Framhaldsskólar (málefnasvið 20 Framhaldsskólastig) 400 milljónir króna.Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri (málefnasvið 23 Sjúkrahúsþjónusta) 2 milljarðar króna.Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni með almenna sjúkrahúsþjónustu (málefnasvið 23 Sjúkrahúsþjónusta) 800 milljónir króna.Hjúkrunarheimili (málefnasvið 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta) 1 milljarð króna.Samgöngur (málefnasvið 11 Samgöngu- og fjarskiptamál) 2 milljarðar króna.SÁÁ (málefnasvið 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta) 150 milljónor króna.Sjónvarpssjóður sem heyrir undir Kvikmyndamiðstöð Íslands (málefnasvið 18 Menning) 300 milljónir króna.Þróunarsamvinna (málefnasvið 4 Utanríkismál) 400 milljónir króna og sú aukning renni til neyðarhjálpar UNICEF fyrir börn í Jemen.Löggæsla (málefnasvið 9 Almanna- og réttaröryggi) 800 milljónir króna.Gistináttagjald renni til sveitarfélaga, 1,3 milljarðar króna.Sykurskattur (vörugjöld á sykur og sætuefni) verði lagður á en það mun færa ríkissjóði um 1 milljarð króna.Uppfært klukkan 11:34Í fyrri útgáfu fréttar stóð að Samfylkingin legði til óbreytta útfærslu til öryrkja. Byggði misskilningurinn á því að Samfylkgin legði til fjóra milljarða króna til öryrkja. Tómas Guðjónsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar, segir hins vegar um fjögurra milljarða króna aukningu að ræða svo heildarupphæðin verður 6,9 milljarðar króna. Fréttin hefur verið leiðrétt.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Sælgætisframleiðendur gagnrýna hugmynd heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts. Helgi í Góu spyr hvort eigi þá að deila út skömmtunarseðlum og forstjóri Nóa Síríus segir ósanngjarnt ef taka eigi einn fæðuflokk fyrir. 8. desember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32
Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Sælgætisframleiðendur gagnrýna hugmynd heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts. Helgi í Góu spyr hvort eigi þá að deila út skömmtunarseðlum og forstjóri Nóa Síríus segir ósanngjarnt ef taka eigi einn fæðuflokk fyrir. 8. desember 2017 06:00