Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 14. nóvember 2018 19:40 Theresa May ávarpar blaðamenn fyrir utan Downingstræti 10 í kvöld. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira