Þýska Playboy biðst afsökunar á viðtali þar sem goðsögn kallaði Tarantino drasl Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:51 Quentin Tarantino og Ennio Morricone á frumsýningu The Hateful Eight árið 2016. Vísir/EPA Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan: Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan:
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið