Lít frekar á mig sem miðvörð núna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 12:30 Haukur Heiðar fagnar sænska meistaratitlinum eftir sigur AIK á Kalmar um helgina. Nordicphotos/Getty Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira