Ákallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun